gjess

Portó -

Sýning í gangi - Frá 1. mars 2008, sýningin stendur út apríl.
 

„Englar í dúr“


Myndverkamaðurinn „gjess“, opnar sýningu sýna, „Englar í dúr“, laugardaginn 1. mars kl 14.00, Gallerí Hún & Hún, Skólavörðustíg 17, sýningin stendur fram í apríl.

„gjess“ er eitt af birtingarformum  Guðjóns Sigvaldasonar leikstjóra.

Þetta er tólfta einkasýning Guðjóns en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum og hannað fjölmargar leikmyndir. Guðjón vinnur myndverk sín í olíupastel á dagblaðapappír, prentaðan sem og prentaðan, en verkin halda áfram að þróast án hans aðstoðar því dagblaðapappír eldist og gulnar með tímanum, verður stökkur og brothættur. Myndverkin eru í bland teiknimyndastíll og naívismi.


upplýs: guðjón sigvaldason
g.s.m. 897-0919