Barnateikningar eftir Sif Ægisdóttir
Barnateikningar eru yfirleitt afskaplega frjóar og skemmtilegar og flestir foreldrar vilja sýna þær gestum og gangandi. Ég er ein af þeim foreldrum. Þegar sonur minn var 5 ára teiknaði hann skemmtilega mynd af karli og mér, gullsmiðnum leitandi, datt í hug að smíða hálsmen eftir teikningunni. Ég smíðaði fleiri skartgripi eftir teikningum barnanna og fólk fór að panta men, nælur eða annað eftir teikningum sinna barna og annara. Persónuleg gjöf!
|