|
Galleríið húnoghún var stofnað árið 2002 af Sif Ægisdóttur gullsmiði og Guðrúnu Marinósdóttur textílhönnuði. Þar er skartgripaverslun og verkstæði ásamt sýningaraðstöðu fyrir litlar myndlistarsýningar.
Allir skartgripir eru handsmíðaðir úr silfri og gulli en einnig óhefðbundnum efnum eins og hrosshári, ull, gleri o.fl. Skartgripir eftir barnateikningum eru smíðaðir úr eðalmálmum.
húnoghún leggur áherslu á listræna skartgripi þar sem engir tveir gripir eru eins.
Fjórir erlendir gullsmiðir eiga einnig verk í versluninni en það eru þær:
- Lise Løfkvist Radl, silfursmiður frá Danmörku;
- Lisbeth Dauv, gullsmiður frá Danmörku;
- Rauni Higson, gullsmiður frá Bretlandi;
- Hanne Bay Lührssen, gullsmiður frá Þýskalandi.
|